- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir laumuðu sér á toppinn

Daninn Rasmus Lauge freistar þess að súa á leikmann Porto i viðureign Porto og Veszprém í Meistaradeildinni í gærkvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold notaði tækifærið í gærkvöld og settist í efsta sæti A-riðils Meistaradeildar karla í handknattleik þegar það vann Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi, 33:30, í Brest. Á sama tíma tapaði franska liðið Montpellier fyrir HC Vardar, 28:25, en Montpellier var í efsta sæti riðilsins fyrir leikina.


Aron Pálmarsson tók ekki þátt í leiknum í Brest. Hann er að jafna sig á meiðslum sem hann hlaut í viðureign Íslands og Svartfjallalands á EM í síðasta mánuði. Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Aalborg, var að vanda með liðinu.

Stas Skube var markahæstur hjá Brest með átta mörk og átta stoðsendingar. Svíinn Felix Claar var allt í öllu hjá dönsku meisturunum. Hann skoraði sjö mörk og átti 10 stoðsendingar.


Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki með Montpellier vegna meiðsla. Hann hefur heldur ekki leikið með liðinu eftir að keppni hófst aftur eftir Evrópumótið. Hornamaðurinn Hugo Descat var markahæstur hjá Montpellier með sjö mörk. Oliver Nyokas skoraði fimm fyrir Vardar.

Haukur skoraði tvö mörk í Flensburg

Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir Vive Kielce þegar liðið vann Flensburg, 33:25, í Flens-Arena. Pólska meistaraliðið er þar með áfram í efsta sæti riðilsins. Sigvaldi Björn Guðjónsson er frá keppni vegna meiðsla og hefur verið frá EM.


Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg í leiknum sem dæmdur var af Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Daninn Emil Jakobsen skoraði sex mörk fyrir Flensburg í leiknum. Dylan Nahi skoraði jafn mörg mörk fyrir Kielce.


Petar Nenadic tryggði Veszprém annað stigið á heimavelli í viðureign við Porto, 28:28. Hann var markahæstur ásamt Kentin Mahé. Djibril M’Bengue, Pedro Veitia Valddez og Daymaro Salina skoruðu fjögur mörk hver fyrir Porto.

Staðan í A- og B-riðlum keppninnar:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -