- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir og Þjóðverjar eru öruggir áfram

Danska landsliðið fagnaði sínum fjórða sigri á HM í gær. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Heimsmeistarar Danmerkur og þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hafa tryggt sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Danir eru efstir og taplausir í milliriðli eitt. Þeir unnu Sviss í gær, 39:28.

Þýska landsliðið vann það ítalska á sannfærandi hátt, 34:27, í Jyske Bank Boxen í Herning og situr í öðru sæti milliriðils eitt. Ítalir eru tveimur stigum á eftir og mæta Sviss á morgun í lokaumferð riðilsins.

Meiðsli og veikindi

Juri Knorr og Rune Dahmke léku ekki með þýska liðinu í gær. Knorr er meiddur en Dahmke veikur. Hvorugur verður með á morgun eftir því sem þýskir fjölmiðlar greina í frá í dag. Óvíst er reyndar með frekari þátttöku Knorr á mótinu. Marian Michalczik hefur verið kallaður inn í þýska liðið. Reiknað er með að Franz Semper bætist fljótlega við.

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands. Ljósmynd/EPA

Þýskaland leikur við Túnis sem er lakasta liðið í riðlinum. Túnis tapaði fyrir Tékklandi í gær, 32:26. Tékkar hafa ekki þótt sókndjarfir á mótinu og höfðu fyrir leikinn í gær mesta skorað 22 mörk í leik.

Danmörk og Þýskaland leika gegn þjóðum úr milliriðli þrjú. Línur í þeim riðli gætu skýrst að einhverju leyti í kvöld. Portúgal er efst með fimm stig og leikur við Spánverjar sem eru með þrjú stig. Svíþjóð og Brasilía eru með fjögur stig hvort í milliriðli þrjú. Einnig er ekki hægt að útiloka Norðmenn þótt von þeirra sé veik.

Auk viðureignar grannþjóðanna Portúgal og Spánar í milliriðli þrjú í dag eigast við Svíþjóð og Brasilía og Chile og Noregur. Væntanlega liggur ekki fyrir fyrr en á sunnudaginn hvaða liðum Danmörk og Þýskaland mæta í átta liða úrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -