- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Danir yfirspiluðu Norðmenn í síðari hálfleik

- Auglýsing -

Heimsmeistarar Danmerkur unnu öruggan sigur á Noregi í vináttuleik í handknattleik karla í Almere í Hollandi í kvöld, 34:26. Eftir jafnan fyrri hálfleik, 13:13, tóku Danir öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik að lokinni hressilegri hálfleiksræðu frá þjálfaranum Nikolaj Jacbosen. Svo virtist vera sem 11 tíma rútuferð í gær frá Jótlandi til Almere hafi aðeins setið í leikmönnum danska landsliðsins.


Norski landsliðsmarkvörðurinn, Torbjørn Bergerud, varði allt hvað af tók í fyrri hálfleik en náði sér engan veginn á strik í þeim síðari eftir að Jacobsen hafði messað yfir sínum mönnum.

Danir mæta Grikkjum í síðari vináttuleiknum í Hollandi á sunnudaginn. Noregur mætir þá Hollendingum sem leika síðari í kvöld við Grikki, einnig í Almere.


Fleiri úrslita leikja í kvöld:
Portúgal – Egyptaland 31:31 (16:11).
Sviss – Úkraína 38:27 (19:14).
Spánn – Slóvakía 43:26 (20:13).
Króatía – Þýskaland 29:32 (14:17).
Norður Makedónía – Barein 32:28 (15:13).
Holland – Grikkland 32:26 (17:15).
Þýskaland – Spánn 30:29 (15:17) – U21 árs lið.
Frakkland – Portúgal 30:26 (18:12) – U21 árs lið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -