- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danskt lið mætir Andreu og Díönu í undanúrslitum

Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskonur og leikmenn Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Weib‘z Fotografie
- Auglýsing -


Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir ásamt samherjum sínum í þýska liðinu Blomberg-Lippe mæta danska liðinu Ikast Håndbold í undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar í handknattleik 3. maí. Dregið var í dag.
Í hinni viðureign undanúrslita eigast við þýska liðið Thüringer HC og Dijon frá Frakklandi.

Sigurlið undanúrslitaleikjanna takast á í úrslitaleik sunnudaginn 4. maí. Taplið undanúrslitanna eigast við sama dag um bronsverðlaunin.

Leikið í Graz

Eins og undanfarin ár þá verður úrslitahelgi Evrópudeildar kvenna leikin í Raiffeisen Sportpark í Graz í Austurríki.
Íslenska handknattleikskonur hafa aldrei náð svo langt með félagsliði í Evrópudeildinni í handknattleik sem er næsta keppni fyrir ofan Evrópubikarkeppnina að styrkleika.

Norska liðið Storhamar vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð. Akureyringurinn Axel Stefánsson var þá annar þjálfari liðsins.

Áfram eftir vítakeppni

Blomberg-Lippe komst í undanúrslit keppninnar eftir að hafa naumlega haft betur í tveimur leikjum við spænsku meistarana Super Mara Bera Bera. Vítakeppni þurfti til þess að knýja fram úrslit í síðari leiknum í Lemgo í Þýskalandi á sunnudaginn.

Talsvert þrekvirki var hjá Blomberg-Lippe að komast í gegnum síðari leikinn vegna þess að sökum meiðsla voru aðeins 13 leikmenn á skýrslu, þar af tveir markverðir.

Andrea og Díana taka þátt í úrslitahelgi Evrópudeildarinnar

Styttist í Díönu Dögg

Díana Dögg Magnúsdóttir hefur ekki leikið með Blomberg-Lippe síðan í lok janúar vegna ristarbrot. Hún væntir þess að fá grænt ljós frá læknum í vikunni til þess að hefja æfingar og keppni á nýja leik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -