- Auglýsing -
- Auglýsing -

Darri er að jafna sig eftir fjórðu aðgerðina á tveimur árum

Darri Aronsson í sínum fyrsta A-landsleik á ferlinum, gegn Króötum á EM í janúar 2022. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson verður ekki með franska liðinu US Ivry á fyrstu mánuðum keppnistímabilsins sem hefst á föstudaginn. Hann er að jafna sig eftir fjórðu aðgerðina á tveimur árum sem var vonandi sú síðasta. Darri er á fullu í endurhæfingu með sjúkraþjálfurum franska liðsins auk þess að vera í reglulegu sambandi við dr. Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfara heima á Íslandi.

Hnéskelsin slitnaði

Darri samdi við US Ivry sumarið 2022 og ristarbrotnaði rétt áður en farið var út. Síðan hefur hann verið einstaklega óheppinn. Fyrst vegna lagfæringar og endurhæfingar á ristarbrotinu og síðar sökum alvarlegra hnémeiðsla fyrir nærri hálfu öðru ári en þá gekk hnéskelin m.a. úr skorðum þegar sin sem heldur henni slitnaði. Darri varði síðasta vetri og fram á vor í endurhæfingu vegna hnémeiðslanna þegar ljóst var að enn ein aðgerðin yrði vart umflúin.

Smellir í hnénu

„Það var allt að þróast í rétta átt í endurhæfingunni meðan ég var heim með Ella [Elís Þór Rafnsson] og hnéð styrkist mikið. Því miður þá losnaði ég aldrei við brakið og smellina í hnénu sem gerði mér erfitt fyrir að hreyfa mig. Liðferillinn í hnénu var svo þvingaður,“ sagði Darri við handbolta.is.

Virðist hafa heppnast

„Örnólfur [Valdimarsson bæklunarlæknir] vildi að ég færi í aðra skurðaðgerð í sumar til að hreinsa örvefi og brjósk skemmdir í hnénu og skera aðeins í lærvöðvasinina. Ég fór í þá aðgerð hérna úti í lok júlí. Eins og er þá sýnist mér aðgerðin hafa virkað. Nú er ég bara á fullu að vinna með Ella og sjúkraþjálfurunum hérna úti í að koma til baka,“ bætti Darri við sem hefur verið hjá Ivry í tvö ár án þess að leika einn mótsleik. Skiljanlega er þessi þrautarganga orðin löng og erfið.

„Vonandi verð ég klár í nóvember eða desember. Það fer allt auðvitað eftir hvernig endurhæfingin gengur,“ sagði Darri sem var m.a. með íslenska landsliðinu á EM 2022 í Ungverjalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -