- Auglýsing -
Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, leikmenn Hauka, er lagðir af stað til móts við íslenska landsliðið í handknattelik á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Haukar greina frá þessu á samfélagssíðum sínum í kvöld og birta mynd af þeim félögum fyrir utan flugstöðina í Keflavík.
Hvorugur þeirra var á 35 manna listanum sem gefinn var út í byrjun desember.
Handknattleikssamband Íslands hefur ekki tilkynnt hvaða leikmenn eiga að hlaupa í skarðið vegna þeirra tveggja sem greindust smitaðir í morgun, en alls eru átta leikmenn í einangrun. Ekki er loku fyrir það skotið að einhverjir losni fljótlega eftir helgi.
Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson bættust í hópinn í Búdapest í gær og voru í hópnum í kvöld þegar Ísland vann Frakkland, 29:21, en fjórtán leikmenn voru í hópnum að þessu sinni, tveimur færri en hefðbundið er.
- Auglýsing -