- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Díana Dögg markahæst í fyrsta sigurleik Zwickau

Glatt var á hjalla hjá leikmönnum BSV Sachsen Zwickau í dag. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst hjá BSV Sachsen Zwickau þegar liðið vann TuS Metzingen sem önnur landsliðskona úr Vestmannaeyjum leikur með, Sandra Erlingsdóttir, 27:23, í þriðju umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag.

Þetta var fyrsti sigur BSV Sachsen Zwickau á keppnistímabilinu. Liðið hefur þar með tvö stig eins og TuS Metzingen sem skoraði aðeins níu mörk í fyrri hálfleik á meðan heimaliðið skoraði 13.


Díana Dögg skoraði átta mörk, gaf fimm stoðsendingar og skapaði þrjú færi og stal boltanum einu sinni.

Sandra skoraði tvö mörk og átti fjórar stoðsendingar.

Eftir slæm töp í tveimur fyrstu leikjunum var léttir í herbúðum BSV Sachsen Zwickau að ná góðum leik í dag og tveimur stigum. „Við náum loksins fram okkar leik og auk þess að fá markvörslu,“ sagði Díana Dögg í skilaboðum til handbolta.is í dag.

Caroline Martins varði 19 skot í marki Zwickauliðsins, þaraf eitt vítakast, 45,2%.

Emma á sigurbraut

Emma Olsson fyrrverandi leikmaður Fram skoraði eitt mark fyrir Borussia Dortmund í sigri á heimavelli á Blomberg-Lippe, 31:25. Ida Margrethe Hoberg, sem lék með KA/Þór á síðari hluta síðasta tímabils, skoraði ekki mark fyrir Blomberg-Lippe.

Borussia Dortmund var með sex stig eftir þrjá leiki eins og meistarar Bietigheim.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -