- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Díana Dögg skoraði fimm í spennandi jafnteflisleik

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik og fyrirliði BSV Sachsen Zwickau. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Hrikalega spennandi leikur og eitt stig. Það er betra en ekkert þótt maður hafi verið farinn að horfa á bæði stigin því við vorum marki yfir þegar 35 sekúndur voru eftir,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir fyrirliði BSV Sachsen Zwickau eftir að lið hennar og Oldenburg skildu jöfn, 26:26, í Zwickau í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik.


Gestirnir úr vestrinu jöfnuðu metin skömmu fyrir leikslok eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:9.


Díana Dögg sló ekki slöku við í leiknum. Hún skoraði fimm mörk, átti sjö stoðsendingar, var með eitt skapað færi, vann eitt vítakast, fiskaði í tvígang ruðning á liðsmenn Oldenburg, nappaði knettinum einu sinni af andstæðingunum, vann tvo þeirra út af en mátti að sama skapi bíta í það súra epli að sitja einu sinni í tveggja mínútna kælingu.


Sara Odden fyrrverandi leikmaður Hauka sem gekk til liðs við BSV Sachsen Zwickau í sumar var fjarri góðu gamni að þessu sinni.


BSV Sachsen Zwickau hefur þar með þrjú stig í næst neðsta sæti eftir níu leiki og er stigi á eftir Neckarsulmer og tveimur á eftir Halle-Neustadt.


Skammt er stórra högga á milli hjá Díönu Dögg og samherjum vegna þess að á föstudagvköldið sækir BSV Sachsen Zwickau lið Buxtehuder SV heim í Sporthalle Hamburg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -