- Auglýsing -
- Auglýsing -

Díana Dögg var öflug í fyrsta sigrinum

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau hressar eftir fyrsta sigurinn í 1. deildinni á keppnistímabilinu. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona, og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau unnu langþráðan sigur í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Nýliðarnir unnu þá Bayer Leverkusen á heimavelli, 29:22, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum frábærum fyrri hálfleik, 17:10.


BSV Sachsen Zwickau, sem kom upp í deildina fyrir keppnistímabilið hafði áður tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni. Tuttugu og sex ár eru síðan BSV Sachsen Zwickau vann síðast leik í efstu deild þýska handknattleiksins.


„Þetta var mjög gott,” sagði Díana Dögg í skilaboðum til handbolta.is í kvöld. „Fyrri hálfleikur var mjög sterkur hjá okkur,“ bætti hún. Eins og gefur að skilja þá var þungu fargi létt af Eyjakonunni og þýskum stöllum hennar.


Díana Dögg skoraði fjögur mörk, átti níu stoðsendingar og var með tvö sköpuð marktækifæri að auki. Mjög góður leikur hjá henni reyndar eins og flestir aðrir til þessa þótt ekki hafi gæfan verði með liðinu fyrr en í dag.

BSV Sachsen Zwickau er þar með komið upp í 11. sæti af 14 liðum deildarinnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -