Einar Bragi Aðalsteinsson og liðsfélagar í IFK Kristianstad tryggðu sér annað sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld þegar síðasta umferð deildarinnar fór fram. Kristianstad vann Guif í Eskilstuna, 35:29. Á sama tíma fór Phil Döhler, fyrrverandi markvörður FH, á kostum í sigri HF Karlskrona á lánlausum leikmönnum leikmönnum Amo HK, 33:25, á útivelli. Karlskrona og Amo komu á sama tíma upp í úrvalsdeildina vorið 2023 og voru bæði í basli á fyrstu leiktíðinni, 2023/2024.
Karlskrona reif sig upp
Karlskrona reif sig upp á þessum vetri og hafnaði í fjórða sæti meðan Amo-liðar voru enn í erfiðleikum í vetur og höfnuðu í 12. sæti af 14 liðum. Arnar Birkir Hálfdánsson og samherjar í Amo eiga fyrir höndum umspilsleiki við Vinslövs HK um áframhaldandi dvöl í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Fyrsti leikurinn verður á mánudaginn.
Ystads deildarmeistari
Ystads IF hafði talsverða yfirburði í deildinni í vetur og varð þar af leiðandi deildarmeistari, átta stigum fyrir ofan Kristianstad. Ystads IF tapaði aðeins níu stigum í 26 leikjum deildarinnar.
Svíþjóðarmeistarar síðasta tímabils, IK Sävehof, unnu Hammarby, 28:27, á heimavelli og hafnaði í fimmta sæti.
- Tryggvi Þórisson skoraði ekki mark í leiknum í gærkvöld en hann er leikmaður IK Sävehof.
- Einar Bragi skoraði eitt mark í sigri IFK Kristianstad á Guif í Eskilstuna í gær, 35:29.
- Arnar Birkir skoraði fimm mörk í tapi Amo HK á heimavelli fyrir Karlskrona, 33:25.
- Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Karlskrona og Dagur Sverrir Kristjánsson eitt. Eins og áður segir þá fór Döhler á kostum í marki Karlskrona eftir að hann var sendur inn á leikvöllinn. Hann varði 11 skot, 42% og var valinn besti leikmaður Karlskrona-liðsins.
Döhler yfirgefur HF Karlskrona
Í 8-liða úrslitum mætast:
Ystads IF – IF Hallby.
HF Karlskrona – IK Sävehof.
IFK Kristianstad – Hammarby.
HK Malmö – OV Helsingborg.
– Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.
Umspil um sæti í úrvalsdeildinni:
HK Aranäs – Önnereds HK.
Vinslövs HK – Amo HK.
HK Varberg – Eskilstuna Guif
– Skånela IF rak lestina í úrvalsdeildinni og tekur sæti í Allsvenskan á næstu leiktíð.
Lokastaðan í sænsku úrvalsdeildinnni í karlaflokki: