- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Döhler fór á kostum í stórsigri Karlskrona

Phil Döhler markvörður fór hamförum í marki Karlskrona í gærkvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Phil Döhler fyrrverandi markvörður FH átti stórleik í gærkvöld þegar lið hans HF Karlskrona vann stórsigur, 34:23, á Lugi á heimavelli í botnbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöldi. Döhler, sem gekk til liðs við HF Karlskrona frá FH á síðasta sumri, varði 15 skot, 43%, auk þess að skora eitt mark.

HF Karlskrona er situr áfram í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar og á veika von um að sleppa við umspil liðanna í neðri hlutanum takist því að vinna báða leikina sem eftir eru.

Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Karlskrona. Ólafur Andrés Guðmundsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson skoruðu einu sinni hvor.

Ljóst er að Karlskrona, sem kom upp í deildina í fyrravor ásamt Amo, er sloppið við neðsta sætið og að falla rakleitt úr deildinni í vor hvernig sem síðustu tveir leikirnir fara. Lugi og Aranäs keppast um að falla ekki. Eitt stig skilur liðin að í tveimur neðstu sætunum.

Skoraði þrjú mörk

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3 mörk þegar Amo vann Aranäs, 28:27, á útivelli í Kungsbacka Sporthall. Amo er í 10. sæti og takist liðinu að halda því sæti þegar upp verður staðið heldur liðið keppnisrétti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Tryggvi Þórisson skoraði ekki mark fyrir IK Sävehof tapaði fyrir Hammarby, 33:26, í Eriksdalshallen. IK Sävehof er efst með 39 stig. Hammarby er sex stigum á eftir.

Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni og fleiri deildum í evrópskum handknattleik er finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -