- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dómarapör bendluð við veðmálasvindl – þar á meðal HM-dómarar

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Átta dómarar sem dæma reglulega eða dæmdu reglulega nokkra af helstu leikjum félagsliða og landsliða í evrópskum handknattleik liggja undir grun um að hafa gerst sekir um veðmálasvindl í á þriðja tug leikja frá september fram í nóvember 2017. TV2 í Danmörku opnaði málið í morgunsárið og hefur fjallað ýtarlega um það í dag.

Tvö pör eru nafngreind

Meðal þeirra sem nafngreindir hafa verið í fréttum TV2 í Danmörku, sem hefur komist yfir skýrslu sem Sportra­dar gerði, eru Króatarnir Matija Gubica og Bor­is Mi­losevic, sem af mörgum þykja besta dómararpar heims um þessar mundir, og Norður Makedón­íu­menn­irn­ir Gjorgij Nachevski og Slave Ni­kolov. Faðir þess fyrrnefnda hefur lengi verið í yfirmaður dómaramála innan Handknattleikssambands Evrópu. Bæði pörin dæma á HM sem stendur yfir í Póllandi og Svíþjóð.


Í skýrslu Sportra­dar, sem er greiningarfyrirtæki sem m.a. hefur unnið með UEFA og fleiri sam­bönd­um að upp­ræt­ingu veðmála­ s­vindls, er Gubica og Mi­losevic sakaðir um að hafa tekið þátt í hagræða úrslitum sjö leikj­um á hæsta stigi handboltans á ofangreindu tímabili og dæmi eru nefnd í fréttum TV2.

Óvenju mörg dæmi

Chris Kronow Rasmussen, sérfræðingur í málefnum tengdum hagræðingum úrslita, segir við TV2 að tilfellin sem bent sé á í skýrslu Sportradar vera óvenju mörg og ljóst sé að Handknattleikssamband Evrópu, EHF, verði að grípa af ákveðni í taumana. Það hafi hinsvegar ekki verið gert því skýrslan sé frá árinu 2018 og fátt bendi til að eitthvað hafi verið gert.

Ekki ástæða til aðgerða

Thomas Schöneich, upplýsingafulltrúi EHF, segir í skriflegu svari til TV2 að EHF hafi farið yfir atriðin í skýrslunni sem snúi að dómarapörunum átta. Að mati EHF hafi ekki verið ástæða til þess að refsa dómarapörunum.

Verður gefinn gaumur

Í tilkynningu frá Alþjóða handknattleikssambandinu til TV2 segir m.a. að IHF beri traust til dómaranna en sé um leið í sambandi við EHF vegna málsins. Frammistöðu þeirra á HM verði gefinn sérstakur gaumur.

Sem fyrr segir þá opnaði TV2 í Danmörku málið í morgun og hefur síðan fjallað ýtarlega um það í mörgum greinum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -