Kristján Örn Kristjánsson, Donni, lék við hvern sinn fingur og skoraði sjö mörk og gaf fjórar stoðsendingar í öruggum sigri Skanderborg á Grindstad GIF, 33:23, í annarri umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á heimavelli Skanderborg.
Þar með er fyrsti sigur Skanderborg-liðsins í höfn í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið var yfir, 18:13. Næsti leikur liðsins verður á portúgölsku eyjunni Madeira síðdegis á sunnudaginn í síðari umferð Evrópudeildarinnar. Skanderborg vann fyrri viðureignina með 13 marka mun, 38:25.
Annað tap hjá Elvari
Elvar Ásgeirsson og félagar eru án stiga eftir tvo fyrstu leikina á keppnistímabilinu. Þeir töpuðu í kvöld í heimsókn til Mors-Thy, 30:29. Sigurmarkið var skorað á síðustu sekúndu leiksins. Elvar skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendingar.