- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni fór hamförum í öruggum sigri

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, fór á kostum í kvöld þegar lið hans PAUC vann Chartres, 32:28, í frönsku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli. Donni var markahæsti leikmaður PAUC með níu mörk, ekkert þeirra úr vítakasti. Héldu honum engin bönd og segja má að frammistaða hans hafi riðið baggamuninn fyrir PAUC er sem er í þriðja sæti deildarinnar þegar fimm umferðir eru óleiknar.


PSG varð franskur meistari í kvöld. Titilinn var innsiglaður með sigri á Montpellier, 37:33, á heimavelli. Ólafur Andrés Guðmundsson lék ekki með Montpellier frekar en í öðru leikjum liðsins á þessu ári.


Elvar Ásgeirsson og samherjar hans í Nancy halda enn í veika von um að halda sæti sínu í frönsku 1. deildinni. Þeir unnu Créteil, 36:31, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur í Nancy í um langt skeið. Elvar skoraði fjögur mörk og var að vanda í stóru hlutverki hjá Nancyliðinu sem hefur upp á síðkastið endurheimt leikmenn úr langtíma meiðslum.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -