- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni í liði umferðarinnar og er á meðal markahæstu í Frakklandi

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd/Pays d'Aix Université Club Handball
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, hefur farið á kostum í upphafsleikjum PAUC í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Hann var besti maður vallarins og skoraði 11 mörk á síðasta fimmtudag þegar PAUC vann Saran á heimavelli 35:31. Fyrir frammistöðuna var Donni verðlaunaður og valinn í lið 3. umferðar deildarinnar sem birt var í morgun. Hann er þar í ekki amalegum hópi handknattleiksmanna. Þetta er í annað sinn sem Donni er í liði umferðarinnar á leiktíðinni.

Með átta mörk í leik

Sem stendur er Donni í öðru til fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn frönsku 1. deildarinnar með 24 mörk, átta mörk að jafnaði í leik. Hann hefur ekki skoraði úr vítakasti, reyndar ekki fengið tækifæri til þessa. Skotnýtingin er 66,6%.

Ásamt Donna með 24 mörk er spænski landsliðsmaðurinn, Valero Rivera hjá Nantes, og pólski landsliðsmaðurinn Kamil Syprzak, leikmaður PSG. Sá fyrrnefndi hefur 15 af 24 mörkum úr vítaköstum. Markahæstur í deildini Tom Pelayo hjá Dunkerque með 27 mörk.

Lofar góðu fyrir EM

Donni virðist vera að ná sér á gott flug eftir þjálfaraskiptin hjá PAUC í vor. Hann er að komast í frábært form sem eru góð tíðindi, jafnt fyrir hann og íslenska landsliðið sem tekur þátt í Evrópumótinu í janúar. Donni hefur verið í landsliðinu á þremur síðustu stórmótum.

Samningur Donna við PAUC rennur út næsta sumar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -