Kristján Örn Kristjánsson, Donni og liðsfélagar í danska úrvalsdeildarliðinu Skanderborg unnu Maritimo á Madeira í dag, 36:31, í síðari leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Skanderborg tekur þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og mætir m.a. rúmenska liðinu CS Minaur Baia Mare. Madeira-liðið er úr leik.
Donni skoraði þrjú mörk í þremur skotum í leiknum í dag. Hann hafði hægt um sig enda hafði Skanderborg örugga forystu fyrir leikinn í dag eftir 13 marka sigur í Danmörku fyrir viku.
Skanderborg verður í C-riðli Evrópu deildarinnar ásamt spænska liðinu Fraikin BM Granollers, meistaraliðinu Slóveníu á síðustu leiktíð Grosist Slovan og CS Minaur Baia Mare sem lagði Stjörnuna í gær eftir vítakeppni í síðari viðureign liðanna í forkeppninnar.
Riðlakeppni Evrópudeildar karla hefst eftir rúman mánuð.