- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni og félagar lögðu toppliðið

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði sex mörk fyrir Skanderborg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og liðsfélagar í Skanderborg AGF hleyptu aukinni spennu í toppbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar í gær þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu meistara síðasta árs og efsta lið deildarinnar, Aalborg Håndbold, 30:29, á heimavelli. Álaborgarliðið skoraði tvö síðustu mörkin í leiknum.


Donni skoraði sex mörk í leiknum, átti tvær stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvelli. Hann þótti með bestu mönnum Skanderborgliðsins í leiknum ásamt Emil Lærke og Morten Hempel Jensen.

Þetta var aðeins þriðja tap Aalborg Håndbold í deildinni í vetur. Nú munar aðeins einu stigi á Aalborg Håndbold og GOG þegar hvort lið hefur leikið 20 af 26 leikjum í deildinni. Fredericia HK, undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, er í þriðja sæti með 27 stig og á leik til góða gegn Ribe-Esbjerg á heimavelli í dag.

Skanderborg AGF, sem var fimm mörkum yfir í hálfleik í leiknum í gær, 15:11, er í fjórða sæti með 25 stig að loknum 20 leikjum.


Staðan í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -