PAUC, liðið sem Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikur með í frönsku 1. deildinni í handknattleik er á góðri leið með að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar. PAUC-Aix vann Tremblay á útivelli í dag með sjö marka mun, 29:22. PAUC hefur þar með 38 stig þegar 29 leikjum er lokið. Nimes er í fimmta sæti með 36 stig eftir 20 marka tap fyrir PSG, 47:27.
Donni skoraði eitt mark í leiknum í dag í þremur tilraunum. Hann hefur ekki alveg náð sér á strik eftir að hafa veikst af kórónuveirunni í vor. Fram að þeim tíma var Donni allt í öllu hjá liðinu.
Donni og félagar eiga einn leik eftir í deildinni, gegn Creteil, á heimavelli á miðvikudaginn.
PSG er fyrir nokkru öruggt um meistaratitilinn enn eitt árið. Fimm efstu liðin vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótum félagsliða á næsta keppnistímabili.
Staðan: