Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og liðsfélagar hans í Skanderborg þurftu að hafa mikið fyrir sigri á neðsta liði dönsku úrvalsdeildarinnar, Grindsted, í dag. Eftir jafnan og spennandi leik þá tókst Skanderborg að knýja fram sigur, 32:30. Staðan var jöfn í hálfleik, 14:14. Leikið var á heimavelli Grindsted sem hefur aðeins þrjú stig eftir 15 leiki. Skanderborg er aftur á móti í þriðja sæti.
Donni skoraði fimm mörk í níu skotum og gaf fjórar stoðsendingar.
Ekki gekk eins vel hjá Guðmundi Braga Ástþórssyni, Ísaki Gústafssyni og liðsfélögum í TMS Ringsted. Þeir töpuðu fyrir Fredericia HK í slag liðanna sem eru næstu fyrir ofan Grindsted. Leikið var í Fredericia og vann heimaliðið, 37:33.
Ísak skoraði fjögur mörk í sjö skotum fyrir Ringsted og gaf eina stoðsendingu. Guðmundur Bragi náði sér ekki á strik og átti eina stoðsendingu og skoraði ekki úr eina markskoti sínu.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:


