-Auglýsing-

Donni og félagar unnu í Fredericia

- Auglýsing -


Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og hans liðsfélagar í Skanderborg gerðu góða ferð til Fredericia í kvöld og lögðu lið heimamanna undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar með þriggja marka mun, 33:30. Donni skoraði tvö mörk og hafði óvenju hægt um sig.


Þetta var annar sigur Skanderborg í þremur viðureignum í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Fredericia HK er á hinn bóginn aðeins með einn vinning að loknum þremur leikjum.

Guðmundur Bragi Ástþórsson, Ísak Gústafsson og samherjar þeirra í TMS Ringsted töpuðu fyrir stjörnum prýddu liði HØJ í uppgjöri Sjálandsliðanna í Ølstykke-hallen, 33:26.

Guðmundur Bragi skoraði tvö mörk og var einu sinni vikið af leikvelli. Ísak skoraði eitt mark fyrir TMS Ringsted sem hefur unnið einn leik af þremur í upphafi deildarinnar. HØJ hefur einnig einn vinning. Michael Damgaard fyrrverandi leikmaður SC Magdeburg var markahæstur hjá HØJ með 10 mörk í 10 tilraunum.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni og fleiri deildum í Evrópu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -