- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni og Viktor Gísli í sigurliðum í fyrstu umferð

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði átta mörk fyrir Skanderborg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Lið íslensku landsliðsmannanna Kristjáns Arnar Kristjánssonar, Donna, og Viktors Gísla Hallgrímssonar, fóru vel af stað í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. PAUC, með Donna innanborðs vann Créteil, 32:27, eftir jafna stöðu í hálfleik, 15:15. Donni var á meðal bestu leikmanna vallarins og Viktor Gísli fór hamförum í marki Nantes.


Viktor Gísli og félagar í Nantes unnu St. Raphaël, 39:34, á útivelli eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 20:14.

Viktor Gísli fór á kostum í markinu, svo ekki sé fastara að orðið kveðið. Hann varði 20 skot, 37%, og hélt þar með Ivan Pesic markverði á bekknum frá upphafi til enda. Spánverjinn Valero Rivera skorað 11 mörk fyrir Nantes í 12 skotum.

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður og leikmaður HBC Nantes. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Sjö mörk í átta skotum

Donni er í hörkuformi og lét sannarlega til sín taka í sigurleik PAUC á heimavelli. Eftir því sem næst verður komist skoraði Donni sjö mörk í átta skotum, átti fimm stoðsendingar og var með tvo sköpuð færi auk þess að vinna tvö vítaköst.

Nýr þjálfari

Annar þjálfari tók við PAUC í sumar, Philippe Gardent sem var m.a. í sigurliði Frakka á HM 1995 í Reykjavík. Honum tekst vonandi að stokka upp spilin hjá liðinu en forverinn, Thierry Anti, var kominn í þrot í vor þegar honum var gert að axla sín skinn á vormánuðum.

US Ivry, sem Darri Aronsson er hjá, gerði jafntefli á útivelli við liðið frá sinnepsborginni, Dijon, 34:34. Darri er að jafna sig eftir slæm meiðsli eins og kom fram á handbolti.is á dögunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -