Dönsku liðin Odense og Esbjerg standa vel að vígi eftir fyrri leiki sína í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik kvenna sem fóru fram í gær og í fyrradag. Sömu sögu má segja um ungverska liðið FTC sem vann Buducnost í Podgorica í gær með fjögurra marka mun, 28:24.
Henny Reistad og félagar í Esbjerg voru sterkari í heimsókn til Brest Bretagne í Frakklandi. Eftir jafna stöðu í hálfleik tókst danska liðinu að vinna sannfærandi sigur, 28:25.
Slys þarf til þess að danska meistaraliðið Odense fari ekki áfram í átta liða úrslit eftir átta marka sigur á Storhamar í Noregi á laugardaginn, 30:22. Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamarliðsins sem tekur þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn á keppnistímabilinu.
Misstu dampinn
Rapid Búkarest kom skemmtilega á óvart í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur og virtist ætla að halda uppteknum hætti í Ljublana í gær. Í hálfleik hafði Rapid eins marks forskot. Vopnin snerust í höndum leikmanna liðsins í síðari hálfleik og Jovanka Radicevic og samherjar í Krim unnu með fimm marka mun og fara með sjálfstraust í farteskinu til Rúmeníu um næstu helgi.
Fara í átta liða úrslit
Síðari leikir fyrstu umferðar fara fram á laugardaginn og á sunnudaginn. Sigurliðin komast í átta liða úrslit þar sem Vipers, Metz, Györ og CSM Búkarest bíða.
Brest Bretagne – Team Esbjerg 25:28 (15:15).
Mörk Brest: Helene Fauske 8, Jenny Carlson 5, Pauletta Foppa 4, Coralie Lassource 3, Monika Kobylinska 2, Tatjana Brnovic 2, Alicia Toublanc 1.
Mörk Esbjerg: Henny Reistad 8, Vilde Ingstad 6, Kristine Breistøl 4, Kaja Kamp Nielsen 3, Mette Tranborg 3, Nora Mørk 3, Beyza Turkoglu 1, Julie Jacobsen 1.
Krim Ljubljana – Rapid Búkarest 29:24 (12:13).
Mörk Krim: Jovanka Radicevic 8, Tjasa Stanko 8, Sanja Radosavljevic 4, Daria Dmitrieva 4 Barbara Lazovic 2, Natasa Ljepoja 1, Aleksandra Rosiak 1, Maja Svetik 1.
Mörk Rapid: Orlane Kanor 5, Eliza Iulia Buceschi 4, Alicia Fernandes Fraga 4, Estvana Polman 3, Sorina Maria Grozav 3, Jennifer Maria Gutiérrez Bermejo 2, Lorena Gabriela Ostase 1, Danila Jse Carlos Azenaide 1, Ainhoa Hernández Serrador 1.
Buducnost – Ferencváros (FTC) 24:28 (13:15).
Mörk Buducnost: Milena Raicevic 9, Ivona Pavicevic 5, Matea Pletikosic 4, Adriana Cardoso de Castro 2, Vanesa Agovic 1, Nina Bultatovic 1, Mari Plamenova Tomova 1, Ilda Kepic 1.
Mörk FTC: Antje Angela Malestein 7, Alicia Stolle 5, Katrin Gitta Klujber 4, Emuly Bölk 3, Grétar Márton 3, Andrea Lekic 3, Anett Kisfaludy 2, Dragana DCvijic 1.
Storhamar – Odense Håndbold 22:30 (13:16).
Mörk Storhamar: Kristin Venn 6, Tina Abdula 5, Marie Johansson 2, Obaidli 2, Onniken Allertsen 2, Eine Llivia Lofqvist 1, Mathea Enger 1, Mia Zschocke 1, Guro Nestaker 1.
Mörk Odense Håndbold: Lois Abbingh 5, Dione Housheer 5, Kelly Vollebregt 4, Mie Højlund 3, Rikke Iversen 3, Ayaka Ikehara 2, Tonje Løseth 2, Bo Van Wetering 2, Maren Aardahl 1, Trine Pedersen 1, Freja Cohrt 1, Helena Hagesø 1.
Átta liða úrslit Evrópudeildarinnar
Einnig var leikið í átta liða úrslitum Evrópudeildar kvenna í handknattleik um helgina, fyrri umferð. Úrslita leikjanna voru sem að neðan greinir:
Dortmund – Nantes 19:28.
Ikast – Siofok KC 30:20.
Nykøbing Falster – Ramnicu Valcea 29:32.
Thüringer – Sola 35:35.