- Auglýsing -
- Auglýsing -

Drætti frestað í sólarhring

Mynd/EHF
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur frestað því að draga í riðla Evrópudeildarinnar í karlaflokki um sólarhring. Ástæðan er sú að í gærkvöld vaknaði grunur um kórónuveirusmit hjá starfsmanni EHF sem vann við undirbúning dráttarins sem fram átti að fara fyrir hádegið í dag.

Hópur fólks var þar af leiðandi sendur í kórónuveirpróf í morgun og á niðurstaða að liggja fyrir þegar á daginn líður.

Alls verða nöfn 24 liða í pottinum þegar dregið verður í fyrramálið, þar af leika íslenskir handknattleiksmenn með í fimm þeirra auk þess sem eitt er er þjálfað af Íslendingi.

IFK Kristianstad sem Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson leika með, GOG sem markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með, Rhein-Neckar Löwen hvar Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason eru leikmenn, Alingsås með Aron Dag Pálsson, SC Magdeburg með þá Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon innanborðs og loks Kadetten Schaffhausen frá Sviss sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar.

Liðin 24 sem dregin verða í fjóra sex liða riðla eru:


IFK Kristianstad, GOG, Rhein-Neckar Löwen, Montpellier HB, RK Nexe, Sporting CP, Füchse Berlín, Fenix Toulouse Handball, HC Metalurg, RK Trimo Trebnje, og CSKA Moskva.
Alingsås HK, SC Magdeburg, Kadetten Schaffhausen, Ademar Léon, USAM Nimes Gard, , Grundfos Tatabanya KC, HC Eurofarm Pelister, Orlen Wisla Plock, Dinamo Bucuresti, Chekhovskie medvedi, Tatran Presov, Besiktas

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -