Dregið var í morgun í aðra umferð forkeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik. Fyrstu umferð lauk á sunnudaginn og komust Kósovó, Lettland og Tyrkland áfram í aðra umferð og voru þar með í skálunum sem dregið var úr í morgun auk landsliða Belgíu, Bosníu, Finnlands, Grikklands, Ísraels, Litáen og Slóvakíu. Til viðbótar taka sæti í annarri umferð þau sex landslið sem reka lestina í riðlakeppni Evrópumótsins sem haldið verður í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í janúar.
Leikir annarrar umferðar fara fram í mars.
Bosnía og Hersegóvína – Kósovó.
4. sæti í riðli E á EM’26 – Ísrael.
4. sæti í riðli C á EM’26 – Slóvakía.
4. sæti í riðli A á EM’26 – Litáen.
4. sæti í riðli F á EM’26 – Lettland.
Tyrkland – 4. sæti í riðli B á EM’26.
Grikland – Belgía.
Finnland – 4. sæti í riðli D á EM’26.
Alexander Petersson er aðstoðarþjálfari landsliðs Lettlands.
Þriðja umferð í maí
Sigurliðin átta úr leikjunum í mars öðlast sæti í síðasta stigi forkeppninnar í maí. Þá kljást 20 landslið um 10 farseðla á HM karla sem fram fer í Þýskalandi í janúar 2027.
Fyrir þá sem vilja velta fyrir hvaða lið rekur lestina í riðlakeppni EM í janúar er riðlaskiptingin birt hér fyrir neðan:
| A-riðill (Herning): | B-riðill (Herning): |
| Þýskaland | Danmörk |
| Spánn | Portúgal |
| Austurríki | N-Makedónía |
| Serbía | Rúmenía |
| C-riðill (Ósló): | D-riðill (Ósló): |
| Frakkland | Slóvenía |
| Noregur | Færeyjar |
| Tékkland | Svartfj.land |
| Úkraína | Sviss |
| E-riðill (Malmö): | F-riðill (Kristianstad): |
| Svíþjóð | Ungverjaland |
| Króatía | Ísland |
| Holland | Pólland |
| Georgía | Ítalía |





