- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dregið hefur verið í riðla fyrir HM kvenna á Spáni

Ólympíumeistarar Frakka verða að sjálfsögðu með á Hm á Spáni í desember. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Í gærkvöld var dregið í riðla 25. heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik sem fram fer á Spáni frá 2. til 19. desember. Dregið var í átta riðla með fjórum í hverjum og einum.

Þórir Hergeirsson og leikmenn hans drógust í C-riðil með Rúmeníu og tveimur Asíuríkjum.
Heimsmeistarar Hollands eru í D-riðli og nýkrýndir Ólympíumeistarar Frakka eru í A-riðli.
Leikið verður í Barcelona, Granolles, Tarragona, Lleida, Castellón, Badalona.

Vegna veirunnar og Ólympíuleikanna hefur undankeppnin í Asíu ekki farið fram en vonir standa til þess að hún verði leikin í Jórdaníu frá 15. til 25. september. Sex lið frá Asíu taka þátt í HM að þessu sinni.

Einnig stendur út af borðinu undankeppni í Norður Ameríku sem er á dagskrá í lok þessa mánaðar og í Suður og Mið-Ameríku sem stendur til að verði í Paragvæ í byrjun október.

Íslenska landsliðið féll úr leik í undankeppninni í vor eftir tvær viðureignir við Slóveníu.


A-riðill:
Frakkland, Svartfjallaland, Angóla, Slóvenía.
B-riðill:
Rússland, Serbía, Kamerún, Pólland.
C-riðill:
Noregur, Rúmenía, Asía3, Asía4.
D-riðill:
Holland, Svíþjóð, N-Ameríka1, Asía5.
E-riðill:
Þýskaland, Ungverjaland, Tékkland, Slóvakía.
F-riðill:
Danmörk, Asía1, Túnis, Kongó.
G-riðill:
Króatía, Asía2, S og M-Ameríka1, S og M-Ameríka3.
H-riðill:
Spánn, Austurríki, M-Ameríka2, Asía6.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -