- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dregið í 32-liða úrslit – fær Sigurður ósk sína uppfyllta?

Valur vann öruggan sigur í KA-heimilinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Bikarmeistarar Vals verða í fyrsta flokki en ÍBV í öðrum þegar dregið verður í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í fyrramálið. Íslensku liðin gætu þess vegna dregist saman.


Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út flokkunina, skömmu eftir hádegið í dag. Gríska meistaraliðið PAOK frá Þessalóníku er á meðal 16 liða í fyrri flokknum sem ÍBV getur dregist á móti. Þar er einnig m.a. að finna færeysku meistarana H71 og HC Gjorche Petrov frá Norður Makedóníu sem vann KA/Þór í annarri umferð á dögunum. Tvö portúgölsk lið eru einnig í fyrri flokknum en Sigurður Bragason þjálfari ÍBV sagði í samtali við handbolta.is í gær að hann gæti alveg hugsað sér að mæta liði frá Portúgal.


Meðal liða í síðari flokknum og getur orðið andstæðingur Vals er Slavía Prag, spænska liðið Elche sem mætti KA/Þór fyrir ári síðan, annað spænskt lið, Motive.co Gijon, tvö frá Portúgal, grískt félagslið og tvö tyrknesk og eitt frá Bosníu, svo dæmi sé tekið.

Uppfært: Handbolti.is fékk ábendingu um að Jónína Hlín Hansdóttir fyrrverandi leikmaður Fram sé nú leikmaður slóvakíska meistaraliðsins MKS IUVENTA Michalovce sem er í flokki eitt.


Dregið verður upp úr skálunum klukkan 14 á morgun og hyggst handbolti.is fylgjast með framvindunni og greina frá niðurstöðum. Upphaflega stóð til að draga klukkan 9 árdegis.

Flokkur 1:Flokkur 2:
WAT Atzgersdorf (Aust.)roomz JAGS WV (Aust.)
Hazena Kynzvart (Tékkl.)ZRK Borac (Bosn.)
C.B. Atletico Guardes (Sp.)DHC Slavia Prag (Tékkl.)
H71 (Fær.)Club Balon. Elche (Sp.)
A.C. PAOK (Grikkl.)Motive.co Gijon (Sp.)
ValurAnagennisi Artas (Grikkl.)
Maccabi Arazim Ramat (Ísr.)ÍBV
HC Gjorche Petrov (N-Mak.)WHC Cair-Skopje (N-Mak.)
Eurobud JKS Jaroslaw (Pól.)H.V. Quintus (Holl.)
Madeira Andebol SAD (Port.)JuRo Unirek VZV (Holl.)
Sport Lisboa e Benfica (Port.)KPR Gminy Kobierzyce (Pól.)
ZORK Jagodina (Serb.)Sao Pedro do Sul (Port.)
LK Zug Handball (Sviss)Alavarium Love Tiles (Port.)
MKS Michalovce (Slóvak.)Lugi (Svíþj.)
Izmir BSB SK (Tyrkl.)Ankara Yenimahalle (Tyrkl.)
HC Galychanka Lviv (Úkr.)Antalya Konyaalti BSK (Tyrkl.)
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -