- Auglýsing -
Dregið verður í átta liða úrslit Poweradebikars kvenna og karla í hádeginu á þriðjudaginn í Mínigarðinum. Hafist verður handa við að draga liðin saman klukkan 12.15.
Eftirtalin lið eru eftir í karlaflokki:
Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Haukar, HK, ÍR og KA.
- Leikir átta liða úrslita í karlaflokki eiga að fara fram 20. desember.
- Undanúrslit fimmtudaginn 26. febrúar.
- Úrslitaleikur laugardaginn 28. febrúar.
Eftirtalin lið eru eftir í kvennaflokki:
FH, Fram, Grótta, Haukar, ÍR, KA/Þór, Valur og Víkingur.
- Leikir átta liða úrslita í kvennaflokki eiga að fara fram 4. febrúar.
- Undanúrslit miðvikudaginn 25. febrúar.
- Úrslitaleikur laugardaginn 28. febrúar.
- Auglýsing -




