- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dregið verður í riðla HM kvenna í Gautaborg í dag

Kvennalandslið Íslands í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ísland verður á meðal nafna 32 þjóða í skálunum þegar dregið verður í riðla á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Gautaborg í dag. Keppnin fer í upphafi fram í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum riðli. Hafist verður handa við að draga í riðla upp úr klukkan 13.30 í Gautaborg þar sem sænska landsliðið verður með bækistöðvar á mótinu.

Heimsmeistaramótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 29. nóvember til 17. desember þegar úrslitaleikurinn fer fram í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi.

Í riðlakeppni mótsins verður leikið í Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð, í Þrándheimi og Stavangri í Noregi og í Herning og Frederikshavn í Danmörku.

Ísland tekur þátt í annað sinn á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik eftir að hafa fengið annað af tveimur boðsætum sem stjórn Alþjóða handknattleikssambandið hafði yfir að ráða. Austurríki hreppti hitt boðsætið.

Íslenska landsliðið tók þátt í HM 2011 og hafnaði í 12. sæti af 24 þátttökuliðum. Síðan hefur þátttökuliðum HM verið fjölgað um átta.

Liðum þjóðanna 32ja hefur verið raðað niður í fjóra styrkleikaflokka sem dregið verður úr.

1. styrkleikafl.2. styrkleikafl.
NoregurSlóvenía
DanmörkSpánn
SvartfjallalandKróatía
FrakklandSuður Kórea
SvíþjóðUngverjaland
HollandRúmenía
BrasilíaPólland
ÞýskalandTékkland
3. styrkleikafl.4. styrkleikafl.
SerbíaKongó
JapanSenegal
ÚkraínaParagvæ
GrænlandÍran
ArgentínaKasakstan
AngólaChile
KínaAusturríki
KamerúnÍsland


Noregur vann til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu sem fram fór á Spáni í desember 2021.

Þegar hefur verið raðað niður í nokkra riðla mótsins.

A-riðill – GautaborgE-riðill – Herning
SvíþjóðDanmörk
B-riðill – HelsingborgF-riðill – Herning
SvartfjallalandÞýskaland
C-riðill – StavangurG-riðill – Frederikshavn
Noregur
Spánn
D-riðill – StavangurH-riðill – Frederikshavn
FrakklandHolland
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -