- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dugði ekki til sigurs að tveir skoruðu 28 mörk

Skarphéðinn Ívar Einarsson gengur til liðs við Hauka í sumar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Það nægði ungmennaliði KA ekki til sigurs í heimsókn í Kórinn til ungmennaliðs HK að vera með tvo menn innanborðs sem skoruðu samanlagt 28 mörk í leiknum. HK hafði betur í miklum markaleik, 40:35. Leikurinn var liður í Grill 66-deild karla í handknattleik.

Skarphéðinn Ívar Einarsson skoraði 16 mörk og Magnús Dagur Jónatansson 12 fyrir KA-liðið. Þeim héldu svo sannarlega engin bönd. Aðrir stóðu þeim talsvert að baki. Fyrr í vetur skoraði Skarphéðinn Ívar 17 mörk með ungmennaliði KA.

KA var marki yfir að loknum fyrri hálfleik. HK-ingar bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik og tryggðu sér tvö góð stig og veitti ekki af í neðri hluta deildarinnar.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

HK U – KA U 40:35 (16:17).
Mörk HK U: Marteinn Sverrir Bjarnason 6, Egill Már Hjartarson 6, Haukur Ingi Hauksson 4, Davíð Elí Heimisson 4, Arnór Róbertsson 4, Ari Sverrir Magnússon 4, Benedikt Þorsteinsson 3, Kári Tómas Hauksson 3, Ísak Óli Eggertsson 2, Styrmir Máni Arnarsson 2, Halldór Svan Svansson 1, Mikael Andri Samúelsson 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 8, Sigurður Jökull Ægisson 4.
Mörk KA U.: Skarphéðinn Ívar Einarsson 16, Magnús Dagur Jónatansson 12, Hugi Elmarsson 3, Jónsteinn Helgi Þórsson 2, Aron Daði Bergþórsson 1, Jóhann Bjarki Hauksson 1.
Varin skot: Óskar Þórarinsson 7, Úlfar Örn Guðbjargarson 3.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -