- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dýrmæt stig töpuðust í toppbaráttunni

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummerbach töpuðu í kvöld í uppgjöri við TuS N-Lübbecke, 35:27, en liðin bítast um annað af tveimur efstu sætum þýsku 2. deildarinnar í handknattleik ásamt HSV Hamburg á lokasprettinum. Þar með er Gummersbach í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir TuS N-Lübbecke og Hamburg sem einnig vann í kvöld leik sinn gegn Eisenach á heimavelli, 31:29.

Hamburg og Gummersbach eiga leik inni á TuS N-Lübbecke. Öll nótt er síður en svo úti fyrir leikmenn Gummersbach á að ná öðru af tveimur efstu sætunum. Liðið á fimm leiki eftir en ljóst er að ekkert má frekar út af bregða því bæði HSV Hamburg og TuS N-Lübbecke eru og hafa verið á mikilli siglingu.


Leikmenn Gummersbach áttu undir högg að sækja í kvöld, ekki síst í fyrri hálfleik. TuS N-Lübbecke var sex mörkum yfir að honum loknum, 17:11.
Elliði Snær Viðarsson skoraði ekki mark fyrir Gummersbach að þessu sinni. Hann lét fyrst og fremst til sín taka í vörninni og mátti einu sinni bíta í það súra epli að vera vikið af leikvelli í tvær mínútur.


Önnur úrslit í 2. deild í kvöld:
Hüttenberg – Lübeck-Schwartau 27:16
Dormagen – Wilhelmshavener 25:27
Elbflorenz – Rimpar Wölfe 32:29
Hamburg – Eisenach 31:29
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -