Fimm ungir leikmenn Íslandsmeistaraliðs Vals hafa á síðustu dögum skrifað undir nýjan og lengri samning við Hlíðarendafélagið, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Val.
Tryggvi Garðar Jónsson og Einar Þorsteinn Ólafsson skrifuðu undir tveggja ára samning. Tryggvi Garðar er jafnt og þétt að komst á skrið eftir baráttu við erfið meiðsli í hnjám. Hann er efni í mikla skyttu og binda Valsarar mikla vonir við Tryggva.

Einar Þorsteinn kom öflugur inn í lið Vals á síðasta keppnistímabili og sló í gegn í úrslitakeppninni þar sem hann fór á kostum í vörn meistaranna.
Andri Finnsson, Benedikt Gunnar Óskarsson og Jóel Bernburg skrifuðu undir þriggja ára samning við félagið. Tveir þeir fyrrnefndu voru í U19 ára landsliði Íslands á Evrópumótinu í Króatíu í síðasta mánuði. Benedikt Gunnar hefur fengið talsverða ábyrgð í fyrstu leikjum Valsliðsins á keppnistímabilinu.
