Efsta lið þýsku 2. deildarinnar, Bergischer HC sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar við annan mann, tapaði í dag öðru sinni í röð og það á heimavelli þegar Dessau-Rosslauer HV 06 kom í heimsókn, 31:30. Tapið var vatn á myllu Daníels Þórs Ingasonar og félaga í Balingen-Weilstetten. Þeir lögðu TV Großwallstadt, 34:29, á heimavelli og eru aðeins stigi á eftir Bergischer.
Hüttenberg og GWD Minden höfðu einnig betur í leikjum sínum og sauma þar með að efsta liði deildarinnar ásamt Balingen-Weilstetten. Stöðuna í deildinni er finna neðst í þessari grein.
Arnór Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í tapleiknum á heimavelli í dag. Tjörvi Týr Gíslason skoraði á hinn bóginn ekki mark og virtist ekki hafa komið mikið við sögu.
Daníel Þór Ingason skoraði ekki mark þegar Balingen-Weilstetten lagði TV Großwallstadt með fimm marka mun á útivelli.
Önnur úrslit í 2. deild í dag:
Essen – Hamm-Westfalen 33:27.
Hüttenberg – Ludwigshafen 30:28.
GWD Minden – Ferndorf 34:28.
Staðan í deildinni: