- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efsta sætið er keppikefli – leikið í Tel Aviv í dag

Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og Elliði Snær Viðarsson komu allir við sögu í þýsku 1. deildinni í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla kom saman í Tel Aviv upp úr miðjum síðasta mánudegi. Um leið hófst undirbúningur fyrir leikinn við landslið Ísrael sem fram fer í Sports Arena „Drive-in“ í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16.

Íslenska landsliðið er í efsta sæti 3. riðils undankeppninnar með sex stig eftir fjóra leiki, eins og Tékkar sem mæta Eistlendingum í Tallin í dag. Mikið keppikefli er að hafna í efsta sæti riðilsins þegar upp verður staðið og auka þar með líkurnar á vera í fyrsta styrleikaflokki þegar dregið verður í riðla Evrópumótsins í Düsseldorf 10. maí.

Einn leikur eftir

Eftir leikinn í dag á íslenska landsliðið aðeins einn leik eftir í undankeppninni, við landslið Eistlands í Laugardalshöll á sunnudaginn. Síðasti aðgöngumiðinn á leikinn í Laugardalshöll seldist á mánudaginn.

Æft var í gær og í fyrradag í Sports Arena „Drive-in“ í Tel Aviv auk þess sem lagt hefur verið á ráðin á fundum. Íslenska landsliðið er eins vel búið undir leikinn og kostur er á.

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, lék leikmenn ísraelska landsliðsins grátt hvað eftir annað á Ásvöllum í október sl. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Sextánda viðureignin

Leikurinn í dag verður sextánda viðureignin á milli karlalandsliða Íslands og Ísraels frá þeirri fyrstu árið 1979. Fram til þessa hefur íslenska landsliðið unnið 12 leiki, tvisvar hefur orðið jafntefli. Einu sinni hafa Ísraelsmenn unnið, 25:19, í Orleans í Frakklandi í leiknum um 7. sæti í B-heimsmeistarakeppninni 28. febrúar 1981.

Síðast í október

Síðast mættust karlalandslið Íslands og Ísrael á Ásvöllum 12. okótber á síðasta ári. Íslenska landsliðið vann með 15 marka mun, 36:21.

Tveir leikir fyrir tveimur árum

Í lok apríl og í byrjun maí fyrir tveimur árum mættust landslið Íslands og Ísrael í undankeppni EM 2022. Íslenska landsliðið vann báða leikina örugglega, 30:20, í Sports Arena „Drive-in“ í Tel Aviv og 39:29 fyrir luktum dyrum á Ásvöllum í Hafnarfirði 2. maí.

Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir að vörn ísraelska landsliðsins í leiknum á Ásvöllum 12. október. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Sports Arena „Drive-in“ í Tel Aviv rúmar 2.700 áhorfendur. Ekki er vitað hvort hún verður þéttsetin í dag. Vegna samkomutakmarkana fengu aðeins fáein hundruð áhorfenda aðgang að viðureign Ísraels og Íslands fyrir tveimur árum í Tel Aviv.

Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur sinn fyrsta A-landsleik í dag.

Sjö með síðast í Tel Aviv

Sjö leikmenn sem eru í íslenska landsliðshópnum í dag tóku þátt í leiknum í Tel Aviv fyrir tveimur árum; Arnar Freyr Arnarsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Teitur Örn Einarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Ýmir Örn Gíslason.

Eftirtaldir skipa íslenska landsliðið í leiknum í dag.

Markverðir: (landsleikir/mörk).
Björgvin Páll Gústavsson, Val (254/21).
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (45/1).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (81/91).
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (101/348).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (33/51).
Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (17/19).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (62/147).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (49/110).
Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (68/104).
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (26/45).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (26/85).
Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (59/158).
Stiven Tobar Valencia, Val (2/2).
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (33/30).
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (74/35).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu (0/0).

Staðan í 3. riðli undankeppni EM:

Ísland4301118:876
Tékkland4301101:876
Eistland4103105:1252
Ísrael410397:1222
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -