- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftir sex tapleiki í röð risu KA-menn upp á afturfæturna

Ólafur Gústafsson, leikmaður KA var markahæstur gegn Haukum með sjö mörk. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Eftir mikla þrautargöngu síðustu vikur með sex tapleikjum í röð risu KA-menn upp á afturlappirnar í kvöld þegar þeir sóttu Hauka heim en Haukar hafa verið í sókn síðustu vikur. KA-menn mættu ákveðnir til leiks og héldu dampi allt til leiksloka á Ásvöllum. Þeir hafa með sér tvö góð stig í farteskinu í rútuferðina norður yfir heiðar. Lokatölur á Ásvöllum, 28:25, fyrir KA sem hafði einnig þriggja marka forystu að loknum fyrri hálfleik. 17:14.

Síðast vann KA leik í Olísdeildinni í 10. umferð, hinn 21. nóvember. Fargi var því létt af leikmönnum og þjálfurum í leikslok.

Sigurinn færir KA aðeins frá allra neðstu liðum deildarinnar en áfram er liðið í 9. sæti en hefur 12 stig í safninu, þremur fyrir ofan HK en einu á eftir Gróttu og Stjörnunni.

Eins og áður segir hafa Haukar verið á góðri siglingu síðustu vikur eftir að þráðurinn var tekinn á ný að loknu Evrópmóti landsliða. Babb kom hinsvegar í bátinn í kvöld. Sóknarleikurinn var aldrei sannfærandi og því fór sem fór.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 7/2, Geir Guðmundsson 6, Adam Haukur Baumruk 4, Þráinn Orri Jónsson 2, Stefán Rafn Sigurmannsson 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 8, 25% – Magnús Gunnar Karlsson 4, 50%.
Mörk KA: Ólafur Gústafsson 7, Einar Rafn Eiðsson 7/2, Einar Birgir Stefánsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Arnór Ísak Haddsson 3, Jóhann Geir Sævarsson 2.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 10, 41,7% – Bruno Bernat 2, 15,4%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -