- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftir situr að við hefðum mátt gera betur

Aron Kristjánsson hættir þjálfun Hauka í lok leiktíðar. Mynd/Björgvin Franz
- Auglýsing -

„Það er skiljanlega vonbrigði að tapa leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir fyrsta tap liðsins í Olísdeildinni í handknattleik í gærkvöld er það tók á móti Stjörnunni í Schenkerhöllinni á Ásvöllum, 30:28. Haukaliðinu tókst þar með ekki að komast á ný í efsta sæti deildarinnar og er sem stendur í öðru sæti, stigi á eftir ÍBV sem á leik til góða.


„Upphafskaflinn var góður. Það var kraftur í okkur, varnarleikurinn var góður og sóknarleikurinn hraður og markviss. Upp úr þessu var eins og leikur okkar hikstaði. Nokkur góð færi fóru forgörðum og við fengum alltaf mark á okkur í staðinn. Þótt við værum að leika góða vörn þá fengum við á okkur mörk seint í sóknum Stjörnuliðsins. Auk þess náðu þeir sennilega fimm sóknarfráköstum í fyrri hálfleik,“ sagði Aron sem var vonsvikinn að hafa ekki getað farið með forskot inn í hálfleikshlé í stað jafnrar stöðu, 13:13.


„Stjörnuliðið lék af klókindum í síðari hálfleik. Það lék langar sóknir og skoraði oft seint í mörgum þeirra á meðan við nýttum ekki góð færi. Upp úr því skapaðist smá munur á liðunum sem okkur tókst ekki að brúa. Við áttum möguleika allt þar til á síðustu sekúndum að ná í annað stigið en það tókst ekki. Eftir situr að við hefðum mátt gera betur í þessum leik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -