- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftir sjö ára fjarveru mætir Hulda til leiks með Fram

Hulda Dagsdóttir hefur ákveðið að leika með Fram á nýjan leik. Ljósmynd/Fram
- Auglýsing -


Handknattleikskonan Hulda Dagsdóttir hefur gengið á ný til liðs við Fram og undirritað þriggja ára samning. Hulda er uppalin í Fram og lék upp yngri flokka með félaginu og steig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins.

Hulda kemur til Fram frá Aftureldingu þar sem hún lék með liði félagsins í Grill 66-deildinni á síðustu leiktíð. Hulda var markahæsti leikmaður Aftureldingar með 107 mörk í 16 leikjum.

Eftir að Hulda fór frá Fram 2018 og þangað til hún gekk til liðs við Aftureldingu fyrir ári var hún í sex ár í Danmörku og Noregi og lék með FHK Fredericia og síðar með Randesund.

Þess má til gamans geta að Haraldur Þorvarðarson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna, þjálfaði Huldu á yngri árum hjá Fram.

„Það er mikið ánægjuefni að fá Huldu aftur heim og reynsla hennar mun efla lið Fram enn frekar,“ segir í tilkynningu Fram.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -