- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er ánægð með leikinn

Steinunn Björnsdóttir þess albúinn að skora í leiknum í kvöld. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

„Ég er afar sátt við varnarleikinn okkar. Sex núll vörnin stóð nokkuð vel. Heilt yfir voru færslurnar í varnarleiknum góðar auk þess sem við lékum framar en við erum flestar vanar að gera með félagsliðum okkar í deildinni,“ sagði Steinunn Björnsdóttir sem lék stórt hlutverki í hjarta íslensku varnarinnar í sigurleiknum á B-landsliði Noregs á Ásvöllum í kvöld, 31:26.


„Sóknarleikurinn var bara fínn sem sést kannski best á því að við skoruðum 31 mark. Reyndar vorum við kannski með aðeins of marga tapaða bolta. Mér finnst við eiga inni á því sviði.


Það eru hörkustelpur í norska liðinu. Þær eru afar líkamlega sterkar og mjög erfitt að fóta sig inn á línunni í sókninni gegn þeim. Heilt yfir er ég ánægð með leikinn þótt við hefðum mátt ef til vill halda uppi meira hraða á köflum í síðari hálfleik,“ sagði Steinunn Björnsdóttir landsliðskona í samtali við handbolta.is á Ásvöllum í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -