- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er bara í skýjunum – einstakur hópur – gott teymi utan vallar sem innan

- Auglýsing -

„Númer, eitt tvö og þrjú þá er ég fyrst síðast stoltur af stelpunum. Þær stóðu sig frábærlega í þessu móti. Sjöunda sæti á heimsmeistaramóti er besti árangur sem kvennalandsliðið hefur náð,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U20 ára landsliðs kvenna þegar hann settist niður með handbolta.is eftir að Ágúst og Árni Stefán Guðjónsson þjálfara höfðu fundað og snætt með leikmönnum liðsins eftir sigurleikinn gegn Sviss um 7. sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Skopje í dag.

Hafa leikið 44 landsleiki – yfir 60% sigurhlutfall

„Stelpurnar bættu sinn besta árangur frá HM 18 ára landsliða fyrir tveimur árum um eitt sæti. Ég er bara í skýjunum með þetta. Við höfum leikið 11 leiki á 16 dögum, unnið átta, tapað einum leik í framlengingu, einum með einu marki og öðrum með tveimur. Frammistaðan hefur verið frábær,” sagði Ágúst og undirstrikaði í framhaldinu áhugaverða staðreynd um að þessi hópur hafi leikið 44 landsleiki síðan Árni og Ágúst tóku við honum í ársbyrjun 2021. Þær hafa unnið 26 leiki og gert þrjú jafntefli og tapað 16. Sigurhlutfallið er yfir 60%.

Frábær foreldrahópur

„Það er ekkert sjálfgefið að fá svo mörg verkefni eins og liðið hefur fengið en þær hafa staðið sig vel og fengið boð um þátttöku í mótum. Einnig er mjög öflugur foreldrahópur í kringum stelpurnar sem hefur stutt fullkomlega við að taka þátt í þessum verkefnum og verið stelpunum og okkur í þjálfarateyminum traustur bakhjarl,” sagði Ágúst Þór sem er sannfærður um það að margar af þessum stelpum eigi eftir að leika með A-landsliðinu á komandi árum.

„Einhverjar eru þegar komnar inn í A-landsliðið og það er afar sennilegt að fleiri bætist í hópinn á komandi árum því gæðin í þessum hóp eru mjög mikil auk þess sem ríkur metnaður er hjá þeim til þess að ná árangri,” segir Ágúst Þór sem er sannfærður að bjartir tíma séu framundan hjá A-landsliðinu á komandi árum.

Mjög öflugt teymi

Ágúst segist hafa starfað í mjög öflugu teymi í kringum liðið á undanförnum árum. Jóhann Ingi Guðmundsson markvarðaþjálfari hefur fylgt liðinu eftir og skilað afar góðu starfi sem lýsir sér best í að markvarslan á mótinu hefur verið mjög góð. Þorvaldur Skúli Pálsson sjúkraþjálfari var með liðinu eins og undanfarin ár. Hann er gríðarlegur fagmaður að ógleymdum Guðríði Guðjónsdóttur sem var yfirfararstjóri og síðan Halldóru Ingvarsdóttur sem tók við af Guðríði þegar hún þurfti að fara heim til Íslands. Fleiri hafa starfað í kringum liðið á undangengnum árum, að sögn Ágústs.

Heppinn að starfa með Árna Stefáni

„Árni Stefán Guðjónsson er annar þjálfari liðsins. Árni er ekki bara góður maður og faglegur í allri sinni nálgun heldur er hann frábær þjálfari sem á gríðarlega stóran þátt í þessum frábæra árangri sem náðst hefur. Hann fær oft ekki það kredit sem hann á skilið. Árni Stefán er mikill fagmaður með yfirgripsmikla þekkingu. Ég hef verið heppinn að starfa með honum og því góða teymi sem í kringum liðið hefur verið. Allt þetta ásamt þéttum og góðum foreldrahóp hefur skilað þeim frábæra árangri sem við höfum náð,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfari U20 ára landsliðs kvenna í samtali við handbolta.is á hótel Alexander Palace í Skopje í dag.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Ágúst Þór efst í þessari frétt.

Sigur á Sviss í lokaleiknum – 7. sætið á HM í höfn

HMU20: Dagskrá og úrslit síðustu leikdagana

Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -