„Ég man að um leið og spænska liðið var komið þá var Danila Patricia So Delgado-Pinto komin inn á leikvöllinn. Hún er ógeðslega góð og spilar með frábæru spænsku liði. Það á ekki að vera þannig að einn leikmaður gjörbreyti leiknum en það var nú samt þannig, fannst mér,“ sagði Hafdís Renötudóttir landsliðsmarkvörður í viðtali við handbolta.is eftir sjö marka tap íslenska landsliðsins fyrir því spænska í milliriðlakeppni HM kvenna í Dortmund í kvöld, 30:23.
„Það er ótrúlega erfitt þegar boltarnir koma og koma. Ég er enginn varnar- eða sóknarsérfræðingur. Ég er bara góð í marki og mig langaði bara til þess að verja fleiri skot og fækka mörkunum sem Spánverjar skoruðu. Ég er bara mjög svekkt,“ sagði Hafdís Renötudóttir í viðtali við handbolta.is í kvöld.
Lengra viðtal við Hafdísi er í myndskeiði hér fyrir ofan.
Arnar fer ekki í leikbann fyrir rauða spjaldið
HM kvenna ”25 – dagskrá, milliriðlar, úrslit, staðan
Tuttugu mínútna martröð í Westafalenhallen


