- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er eiginlega smá strand með þetta

Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka ræðir við sína menn. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Það sem við buðum upp á í kvöld var öllum til skammar, málið er ekki flóknara en það,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is í kvöld eftir 10 marka tap Hauka fyrir Fram á Ásvöllum, 33:23, í 11. umferð Olísdeildar karla. Þetta var fimmti tapleikur Hauka í röð í deildinni.


„Þessi leikur var algjört framhald af síðari hálfleiknum gegn Selfossi. Menn höfðu ekki sjálfstraust til þess að hlaupa fram yfir miðju,“ sagði Ásgeir sem sagðist ekki hafa neinar almennilegar skýringar á því hvernig í ósköpunum standi á þessari afleitu frammistöðu Hauka.

Reiknaði ekki með þessu

„Ég átti satt að segja ekki von á þessu. Ég reiknaði með allt öðru frá liðinu en það sem það bauð upp á að þessu sinni. Ég er eiginlega smá strand með þetta,“ sagði Ásgeir Örn sem vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið því Haukar voru langt undir allan leikinn og virtust aldrei eiga vonarglætu.

Er ekki stikkfrí

„Ég ber ábyrgð á stöðu liðsins og ég þarf að hugsa um stöðuna. Ég er ekki stikkfrí í þessu ástandi. Ber mína ábyrgð á því,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is í kvöld eftir sannkallaða útreið sem lið hans fékk á heimavelli.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -