- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórði tapleikur Hauka í röð – úrslit og staðan – leikir kvöldsins

Rúnar Kárasonog félagar í Fram unnu 10 marka sigur á Haukum á Ásvöllum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar töpuðu í kvöld sínum fjórða leik í röð í Olísdeild karla þegar liðið tapaði fyrir Fram með 10 marka mun, 33:23, í 11. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Framarar voru mikið sterkari frá upphafi til enda. Þeir léku eins og þeir sem valdið hafa í sóknarleiknum og voru síðan með Lárus Helga Ólafsson í banastuði í markinu. Lárus Helgi varði 17 skot, 46%.


Haukar virðast eiga mjög erfitt uppdráttar um þessar mundir eftir að hafa náð ágætum spretti um tíma áður en að þessari taphrinu kom sem engan enda virðist ætla að taka. Fram styrkti stöðu sína í fimmta sæti deildarinnar með 13 stig eins og ÍBV sem lagði HK í gær.

Stjarnan vann botnslaginn

Stjarnan vann mikilvægan sigur á heimavelli gegn Víkingi, 28:26. Sigurinn var Garðabæjarliðinu alveg lífsnauðsynlegur eftir hvert tapið á fætur öðru. Stjörnumenn voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Stjarnan hafði sætaskipti við Víkinga, komst upp í 10. sæti en Víkingar eru í því ellefta með sex stig.

Selfoss er áfram í neðsta sæti Olísdeildar eftir sjö marka tap fyrir Gróttu, 32:25, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Einar Baldvin Baldvinsson markvörður var besti leikmaður Gróttu. Hann varði allt hvað af tók, alls 19 skot, þar af tvö vítaköst, 44%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Haukar – Fram 23:33 (11:20).
Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 6/2, Birkir Snær Steinsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Adam Haukur Baumruk 3, Þráinn Orri Jónsson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 12/1, 41,4% – Aron Rafn Eðvarðsson 6, 27,3%.
Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 8/1, Rúnar Kárason 5, Ívar Logi Styrmisson 4/1, Stefán Orri Arnalds 3, Eiður Rafn Valsson 3, Marko Coric 3, Marel Baldvinsson 2, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 2, Jóhann Karl Reynisson 1, Arnar Snær Magnússon 1, Theodór Sigurðsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 17, 45,9%.

Stjarnan – Víkingur 28.26 (15:11).
Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 8, Pétur Árni Hauksson 4, Daníel Karl Gunnarsson 3, Egill Magnússon 3, Hergeir Grímsson 3, Tandri Már Konráðsson 2, Haukur Guðmundsson 1, Benedikt Marinó Herdísarson 1, Sigurður Jónsson 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1, Þórður Tandri Ágústsson 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 5, Adam Thorstensen 3.
Mörk Víkings: Halldór Ingi Jónasson 5, Halldór Ingi Óskarsson 4, Daníel Örn Griffin 4, Sigurður Páll Matthíasson 3, Styrmir Sigurðarson 2, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1, Benedikt Emil Aðalsteinsson 1, Igor Mrsulja 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 7, Sverrir Andrésson 1.

Grótta – Selfoss 32:25 (16:13).
Mörk Gróttu: Ágúst Ingi Óskarsson 10/7, Antoine Óskar Pantano 5, Jakob Ingi Stefánsson 4, Hannes Grimm 4, Ágúst Emil Grétarsson 3, Ari Pétur Eiríksson 2, Gunnar Dan Hlynsson 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 19/2, 44,2%.
Mörk Selfoss: Tryggvi Sigurberg Traustason 4/1, Gunnar Kári Bragason 4, Alvaro Mallols Fernandez 4, Sæþór Atlason 3, Sveinn Andri Sveinsson 3, Hannes Höskuldsson 2/1, Hans Jörgen Ólafsson 2, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Einar Sverrisson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 7, 25,9% – Alexander Hrafnkelsson 3, 20%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Leikir í fyrrakvöld:

KA – FH 27:34 (14:16).
Mörk FH: Einar Bragi Aðalsteinsson 8, Birgir Már Birgisson 8, Símon Michael Guðjónsson 5, Jóhannes Berg Andrason 3, Aron Pálmarsson 3, Einar Örn Sindrason 3, Ásbjörn Friðriksson 2, Jón Bjarni Ólafsson 2.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 12, 35,3% – Axel Hreinn Hilmisson 2, 28,6%.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 11, Ott Varik 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Jens Bragi Bergþórsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Dagur Árni Heimisson 2, Jóhann Geir Sævarsson 1, Ólafur Gústafsson 1, Magnús Dagur Jónatansson 1, Arnór Ísak Haddsson 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 9, 34,6% – Bruno Bernat 5, 22,7%.

ÍBV – HK 32:28 (16:14).
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 10, Daniel Esteves Viera 4, Dagur Arnarsson 3, Sveinn Jose Rivera 3, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Andrés Marel Sigurðsson 2, Arnór Viðarsson 2, Dánjál Ragnarsson 2, Elmar Erlingsson 2, Gauti Gunnarsson 1, Breki Þór Óðinsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 17, 37,8%.
Mörk HK: Kristján Ottó Hjálmsson 6, Styrmir Máni Arnarsson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Sigurður Jefferson Guarino 3, Kári Tómas Hauksson 3, Haukur Ingi Hauksson 3, Aron Gauti Óskarsson 2, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 2, Atli Steinn Arnarson 1, Jón Karl Einarsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 13, 28,9%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -