„Eftir 14 ár í atvinnumennsku hef ég ákveðið að koma heim næsta sumar.“ Þannig hefur Aron Pálmarsson sigursælasti handknattleiksmaður Íslands, alltént á erlendri grundu og einn fremstu handknattleiksmaður heims síðasta rúma áratuginn, færslu á samfélagsmiðum í dag þar sem hann staðfestir heimkomu sína næsta sumar eftir langar og sigursælan ferli sem atvinnumaður hjá fremstu handknattleiksliðum heims, THW Kiel, Veszprém, Barcelona og nú síðasta hjá Aalborg Håndbold.
„Ég er ekki að koma heim til að enda ferilinn sem handboltamaður, ég ætla að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á, bara heima á Íslandi,“ skrifar Aron ennfremur og bætir við að árin sem eru að baki ytra séu einstök og verði ógleymanleg.
„Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna og fengið að upplifa augnablik og aðstæður sem ég mun aldrei gleyma. Ég hef spilað með bestu leikmönnum veraldar og stærstu klúbbum heims. Fyrir það er ég gríðarleg þakklátur.“
„Nú eru ótrúlega spennandi tímar fram undan með landsliðinu og ég hlakka mikið til að leiða liðið á HM i janúar sem fyrirliði,“ segir Aron Pálmarsson í færslu á samfélagsmiðlum í morgun.
Kynntur til sögunnar í kvöld
Handknattleiksdeild FH hefur boðað til fundar með blaðamönnum og stuðningsmönnum FH klukkan átta í kvöld þar sem nánar verður greint frá komu Arons til uppeldisfélagsis næsta sumar.