- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er stolt af liðinu

Íslenska landsliðið leikur við Serba í undankeppni EM. Mynd/EHF
- Auglýsing -

„Leikurinn sýndi okkur muninn á liðunum tveimur. Við áttum í erfiðleikum með sóknarleikinn, sérstaklega í fyrri hálfleik og þá refsuðu þær sænsku okkur alveg í einum hvelli. Ég er hinsvegar afar stolt af liðinu okkar. Við héldum út því það hefði verið auðvelt að gefast upp,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is í kvöld eftir tap fyrir Svíum, 30:17, í fyrstu umferð undankeppni EM í handknattleik kvenna. Leikið var að viðstöddum 2.184 áhorfendum í Stiga Sport Arena í Eskilstuna.


Rut var fyrirliði í sínum 100. landsleik og var í leikslok valin besti maður íslenska liðsins.


„Við lékum mikið betur í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Liðsheildin var fyrir hendi og við gerðum eins vel og við gátum. Við erum með margra nýjar stelpur í liðinu í nýjum hlutverkum. Sjálf er ég í nýju hlutverki á miðjunni. Allt tekur sinn tíma. Ekki síst hjá þeim yngri sem gaman er að fylgjast með og sjá hversu mikið þær lögðu sig fram,“ sagði fyrirliðinn.

Mynd/EHF


„Ég vona bara að leikurinn hafi kveikt í stelpunum að leika við þessar aðstæður. Vonandi langar þeim að vera á sama stað og þær sænsku eru nú eftir nokkur ár. Það er margt jákvætt sem hægt að taka út úr þessu þrátt fyrir mikinn mun.“


Spurð hvort það verði ekkert erfitt að koma leikmönnum inn á sporið fyrir leikinn við Serba á heimavelli á sunnudaginn sagði Rut ekki telja að svo verði.

Saga Sif Gísladóttir kom til Eskilstuna í morgun og gekk óhikað til leiks síðdegis. Hér ræðir hún og Elína Jóna Þorsteinsdóttir við Hlyn Morthens, markvarðaþjálfara. Mynd/EHF

„Vissulega er fúlt að tapa leik og vissulega hefði ég viljað tapa með minni mun. Nú verðum við að taka það jákvæða úr þessum leik og byggja ofan á þegar við mætum næsta sterka liði. Það er önnur stemning í Serbunum en Svíunum,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik kvenna í samtali við handbolta.is í Eskilstuna í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -