0
„Ég er mjög ánægður með leikinn. Við þurftum stig til þess að komast áfram í keppninni og náðum þeim áfanga. Ég vil lýsa ánægju minni og virðingu á FH-liðið, hvernig þeir spiluðu leikinn og nálguðust hann og hvernig þeir stóðu sig. Fyrir mig og Teit [Örn Einarsson] er sérstakt að mæta íslensku liði. Eins er gaman að sjá hversu margir í kringum liðið eru með því hér. Mér finnst æðislegt að taka þátt í þessu,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach í samtali við samfélagsmiðla FH-liðsins eftir átta marka sigur Gummersbach á FH í fimmtu og næst síðustu umferð 32-liða úrslita riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Schwalbe-Arena í Gummersbach í kvöld.
Margir efnilegir leikmenn
Spurður um meginmuninn á toppliði frá Íslandi og toppliði í Þýskalandi sagði Guðjón Valur að einn þátttanna væri líkamlegur styrkur. „Þetta er munurinn á áhugamennsku og atvinnumennsku. Hinsvegar eru gríðarlega margir leikmenn mjög svo efnilegir leikmenn sem FH hefur innan sinna raða sem gerðu þetta vel þegar þeir eru að stíga sín fyrstu skref í alþjóðlegum bolta. Ég fylgist áfram með þeim frá hliðarlínunni,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach eftir leikinn í kvöld.
Lengra viðtal er við Guðjón Val efst í þessari frétt.
Spiluðum á köflum okkar besta bolta
Átta marka tap FH-inga eftir góða byrjun
Evrópudeild karla “24 – riðlakeppni 32-liða – 5. umferð, úrslit, staðan