- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég get varla beðið eftir leiknum

Kvennalandsliðið mætir Tyrkjum á Ásvöllum klukkan 16 í dag. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

„Við þurfum virkilega á sigri að halda í leiknum, ekki síst eftir sigur Serba á Svíum á fimmtudaginn auk þess sem við viljum svara fyrir tapið gegn Tyrkjum á miðvikudaginn í Tyrklandi,“ sagði Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is um væntanlega viðureign Íslands og Tyrklands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik. Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og hefst klukkan 16. Ókeypis aðgangur er á Ásvelli í boði Olís.


Íslenska landsliðið á enn möguleika um að næla sér í sæti í lokakeppni EM í nóvember. Til þess að halda í vonina verður Ísland að vinna leikinn í dag og treytir m.a. á góðan stuðning áhorfenda.

Betri varnarleikur

„Við verðum að bæta varnarleikinn frá síðustu viðureign. Það var of mikið bil á milli leikmanna. Sóknarleikurinn var flottur enda skoruðum við 29 mörk en það var aðallega varnarleikurinn sem felldi okkur,“ sagði Andrea og bætti við að vel hafi verið farið yfir það sem hægt er að bæta. Nú sé bara að koma hlutunum í verk.

Fullt af tækifærum

„Það er fullt af tækifærum í stöðunni. Ég get varla beðið eftir að byrjað leikinn,“ sagði Andrea sem leikur með sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad auk íslenska landsliðsins.


„Það er mikil grimmd og hugur í okkur. Við erum mjög ákveðnar í að vinna leikinn og ljúka þessum hluta undankeppninnar. Við einbeitum okkur að einu verkefni í einu. Næst þegar við komum saman þá sjáum við hvaða staða verður uppi.“

Sigur Serba kom á óvart

Andrea þekkir vel til í sænskum handknattleik. Hún segir það hafa komið á óvart að sænska landsliðið tapaði fyrir Serbum á fimmtudagskvöldið. „Svíar urðu í þriðja sæti á HM í desember á sama tíma og Serbar höfnuðu í tólfta sæti. Mér fannst Svíarnir vera svolítið passívír í leiknum hvort sem það var vanmat eða bara að þeir réðu ekki við serbneska liðið sem er oft öflugt á heimavelli. Til viðbótar þá átti serbneski markvörðurinn frábæran leik,“ sagði Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is.

Vilja fjölmenni og stemningu á leiknum

Andrea eins og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins vonast eftir fullu húsi á Ásvöllum klukkan 16 í dag og rífandi góðri stemningu eins og var í leiknum í Kastamonu í Tyrklandi á miðvikudaginn þegar Tyrki unnu, 30:29.

Staðan í 6. riðli undankeppni EM kvenna:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Leikirnir sem eftir eru:
6. mars
Ísland - Tyrkland.
20. apríl:
Tyrkland - Serbía.
Ísland - Svíþjóð.
23. apríl:
Serbía - Ísland.
Svíþjóð - Tyrkland.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -