Zoran Kastratović sagði gær upp störfum sem þjálfari handknattleiksliðsins Metalurg í Norður-Makedóníu. Það væri sjálfsagt ekki í frásögur færandi nema vegna ástæðu uppsagnarinnar.
Hún er sú að Kastratović hefur ekki fengið greidd laun í níu mánuði. Gafst hann upp á biðinni og kvaddi. „Ég hef fengið nóg,“ er haft eftir Kastratović og á hann að þar væntanlega við að hann hafi fengið nóg af flestu öðru en launum.
Megn óánægja er sögðu ríkja meðal leikmanna sem margir hverjir eiga einnig inni laun hjá félaginu þótt það hafi ekki dregist eins hressilega og hjá þjálfaranum.
Kastratović er gamalreyndur þjálfari sem víða hefur komið við. Hann náði góðum árangri með Metalurg þrátt fyrir allt og m.a. komst liðið í Evrópudeildina nú í haust.
Kastratović er vel liðin á meðal leikmann liðsins, ekki síst fyrir að vera „hreinn og beinn” eins og einn leikmaður liðsins orðaði það við fjölmiðla í Norður-Makedóníu. Þá er hann einkar laginn við að ná til yngri handknattleiksmanna.