- Auglýsing -
„Þetta var bara alveg svakalegt. Ég bjóst ekki við því að skora. Ég hugsaði bara um að kasta ekki í höfuðið á Haukunum. Ég lét bara vaða,“ sagði Aldís Ásta Heimisdóttir leikmaður KA/Þórs í samtali við handbolta.is eftir að hún tryggði KA/Þór sigur, 24:23, á Haukum á Ásvöllum í síðari leik liðanna í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik. Aldís Ásta skoraði beint úr aukakasti.
Lengra komst handbolti.is ekki áfram með spjall sitt við Aldísi Ástu.
- Auglýsing -