- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég tek eitt skref í einu

Bjarni Ófeigur Valdimarsson t.h. við komuna til Skövde undir lok síðasta árs. Mynd/IFK Skövde
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék í dag sinn fyrsta leik með sænska úrvalsdeildarliðinu Skövde en hann samdi við liðið fyrir hálfum mánuði og flutti til Svíþjóðar fyrir viku.
Bjarni Ófeigur skoraði eitt mark í þremur skotum og átti eina stoðsendingu þegar Skövde vann HK Varenberg, 30:22, á heimavelli.


„Ég lék með í síðari hálfleik og gekk ágætlega, ekki síst þegar litið er til þess að ég náði aðeins tveimur æfingum með liðinu fyrir leikinn. Ég er þar af leiðandi ekki kominn inn í sóknarleikinn né varnarleikinn. Þess utan þá hef ég ekki leikið handbolta síðan annan október,“ sagði Bjarni Ófeigur í skilaboðum til handbolta.is eftir leikinn.

„Ég er svolítið ryðgaður og ekki kominn í leikform en ég held að ég verði fljótur að koma mér inn í hlutinu hér ytra,“ sagði Bjarni Ófeigur en sænska liðið keypti hann frá FH.


„Það er stutt á milli leikja hér í Svíþjóð. Við mætum Sävehof eftir fáeina daga. Ég ætla að taka eitt skref í einu en vonast til að verða fljótur að komast inn í leik liðsins,“ sagði Bjarni Ófeigur Valdimarsson, nýbakaður leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Skövde.
Með sigrinum í dag komst Skövde upp í annað sæti deildarinnar.


Staðan í sænsku úrvalsdeildinni:

Malmö 20(13), Skövde 19(13), Ystads IF 19(13), Alingsås 17(13), IFK Kristianstad 16(11), Lugi 16(14), Sävehof 13(119; IFK Ystads 13(14), Önnereds 10(13), Guif 10(13), Redbergslids 9(13), Hallby 8(13), HK Aranäs 8(13), Varberg 8(12), Helsingborg 6(13).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -