- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Ég vista þetta inn á símann“

- Auglýsing -

„Við vorum mjög góðir mjög lengi í leiknum en vantaði herslumuninn upp á eins og til dæmis gegn Spáni líka. Það má segja að það sér svolítið sagan okkur á mótinu,“ sagði Andri Fannar Elísson einn leikmanna 20 ára landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is í Celje í dag eftir þriggja marka tap íslenska liðsins fyrir sænska landsliðinu í krossspili um sæti fimm til átta á Evrópumótinu í dag, 30:27.

„Það eru smáatriði sem eru að drepa okkur hér og þar í leikjum,“ sagði Andri Fannar sem var sammála um að frammistaðan í dag var mun betri en í fyrri leiknum við Svía á mótinu. Sú viðureign tapaðist með 10 mörkum.

Skondið mark

Andri Fannar skoraði skondið mark í fyrri hálfleik eftir að félagi hans, Ívar Bessi Viðarsson, hafði átt mislukkaða tilraun til að skora í autt mark Svía. Skot Eyjamannsins hafnaði í stönginni, boltinn fór letilega frá stönginni og að línunni þar sem Hafnfirðingurinn klóki lúrði eins og gammur á bak við sænskan varnarmann sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Andri Fannar kastaði sér fram og sló boltann í markið.

Markagræðgin í mér….

„Ívar Bessi vinur minn hefur átt það til að klikka á skotum yfir völlinni. Ég hafði því varann á mér. Markagræðgin í mér varð til þess að ég var viðbúinn og tilbúinn að stökkva á boltann. Ég á eftir að sjá hvort þetta hafi verið lína en ég er mjög sáttur við að markið fékk að standa. Það á að leyfa fallegum mörkum að standa. Þetta er eitt af skemmtilegri mörkum sem ég hef skorað. Ætli að ég visti þetta ekki inn á símann til þess að horfa á,“ sagði Andri Fannar Elísson léttur í bragði í samtali við handbolta.is.

Lengra viðtal við Andra Fannar er að finna í myndskeiðinu efst í þessari frétt.

Frábær síðari hálfleikur nægði ekki – Ísland mætir Noregi

EMU20 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -