- Auglýsing -
- Auglýsing -

Egyptar meistarar Afríku og fara á Ólympíuleikana

Egypska landsliðið fagnar sigri á Afríkumótinu í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Egyptar unnu Afríkukeppnina í handknattleik karla í gær. Þeir lögðu landslið Alsír, 29:21, í úrslitaleik í Kaíró að viðstöddum þúsunda áhorfenda. Egyptar taka þar með sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar. Um leið er öruggt að Slóvenar taka sæti í forkeppni Ólympíuleikanna sem haldið verður í mars en áður hafði Egyptaland átt sæti víst sem þeir hafa ekki þörf fyrir.

Þetta var í níunda sinn sem Egyptar vinna Afríkukeppnina í karlaflokki. Þeir eru einum sigri frá að jafna metin við Túnis sem unnið hefur keppnina í tíu skipti. Alsír hefur sjö sinnum orðið Afríkumeistari.

Túnis, sem tapaði fyrir Egyptum í undanúrslitum 30:25, vann Grænhöfðaeyjar, 35:28, í viðureign um þriðja sætið.

Alsír og Túnis taka sæti í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í þremur fjögurra liða riðlum 14. til 17. mars. Afríka fær tvö sæti í forkeppninni vegna þess að álfan náði bestum árangri að Evrópu undanskilinni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi á síðasta ári.

Spánverjinn Juan Carlos Pastor sem þjálfari Pick Szeged í Ungverjalandi í áratug er núverandi landsliðsþjálfari Egyptalands í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -